Hið árlega sprengjumót Massa fór fram í lyftingasal deildarinnar í dag 27.desember. Þetta er innanfélagsmót þar sem keppendum gefst færi á að taka þátt í óformlegu kraftlyftingamóti og geta valið um að taka þátt í 1, 2 eða öllum þrem greinum.
2 keppendur tóku þátt í þrílyftu og stóðu sig með prýði.
Ásmundur lyfti mest 265kg í hnébeygju, 160kg í bekkpressu og svo 240kg í réttstöðulyftu og er það samanlagt 665kg.

María Bára lyfti mest 90kg í hnébeygju, 72,5kg í bekkpressu og 140kg í réttstöðulyftu og með samanlagt 302,5 kg

Svanur Begvins er að koma sterkur inn í Subjunior flokknum og stóð sig frábærlega. Við hlökkum mikið til að fylgjast með honum vaxa og dafna í sportinu. Svanur lyfti mest 170kg í bekkpressunni en þess má geta að íslandsmetið í flokknum er 144 kíló. Svanur er 80,7 kg sjálfur og lyfti því rúmlega tvöfaldri líkamsþyngd.

Lyftingadeild UMFN – Massi óskar keppendur til hamingju með árangurinn og þakkar sjálfboðaliðum okkar aðstoðina í dag, án ykkar gætum við ekki gert þetta.
Hlökkum til að fylgjast áfram með okkar flotta keppnis hóp á nýju ári.