Stærsta stúlknamót ÍslandPrenta

Glíma

Stærsta sérstaka stúlknamót sem haldið hefur verið í júdóíþróttinni á Íslandi fór fram í æfingaaðstöðu Júdódeildar UMFN 4. Júní. Deildin hefur aukið áhuga kvenna á fangbröðum og hafa Glíma og Judó notið góðs af því. Fleiri stúlkur æfa nú Judo hjá Njarðvík en á öllu öðrum deilum samanlagt á Íslandi, eða rúmlega 50 stúlkur.
Stúlknamót Íslands fór vel fram og mættu sextán galvaskar stúlkur frá þremur félögum.
Mikið fjör og margar skemmtilegar viðureignir voru háðar. Mótið var sannkölluð flugeldasýning og unnust viðureignirnar á kostum og fastatökum í öllum regnbogans litum. Greinilegt er að þær stúlkur sem kepptu á þessu móti eiga framtíðina fyrir sér.
Úrslit mótsins voru þessi:

Í -24 kg flokki sigraði Amelía Ósk Tryggvadóttir, Belen Calix varð í öðru og Habiba Elayed Badawy hafnaði í þriðja sæti
Í-28kg flokki sigraði Malak Elsayed Badawy, Sunna Dís Óskarsdótyir varð önnur og Mia Klith varð þriðja.
Í -32kg flokki sigraði Malak Elsayed Badawy, Amelia Ósk varð önnur og Belen calix Meza varð þriðja.
Í -36kg flokki sigraði Maryam Elsayed Badawy, Harpa Vilbertsdóttir varð í öðru sæti og Eyja Viborg hreppti þriðja sætið.
Í -40kg flokki Sigraði Eyja Viborg, Maryam Elsayed Badawy var í öðru sæti og Amelía Ósk gerði sér lítið fyrir og varð þriðja í flokknum þrátt fyrir aldur.