Steikarkvöldið 8. aprílPrenta

Fótbolti

Hið árlega steikarkvöld KND UMFN verður að þessu sinni haldið föstudaginn 8. apríl nk. í litla sal Stapans. Steikur verða að vanda í hávegum hafðar, vínráðgjafar deildarinnar hafa verið sendir út af örkinni að velja réttu vínin. Boðið verður upp á forrétt og eftirrétt. Létt skemmtiatriði og fleira sem léttir lund. Takið kvöldið frá.