Sterkur útisigur í Ólafssal: Helstu umfjallanirPrenta

Körfubolti

Njarðvík vann sterkan útisigur gegn Haukum í Ólafssal í gær. Tvö dýrmæt stig á ferðinni þar sem lokatölur voru 86-94 okkar mönnum í vil. Milka hlóð í góða tvennu með 24 stig og 14 fráköst og fóðraði líka liðsfélagana með 6 stoðsendingar. Chaz bætti við 17 stigum, 8 fráköstum og gaf 13 stoðsendingar. Þá kom Maciej Baginski með 14 stig inn í leikinn. Tvö sterk stig í pottinn og næsti leikur er gegn Hetti í Ljónagryfjunni 19. október kl. 19:15. Hér að neðan má sjá helstu umfjallanir um sigurinn í Ólafssal:

VF.is: Ljónin unnu á Ásvöllum

Karfan.is: Njarðvík héldu í sigurinn undir lokin

Karfan.is: Benni eftir sigurinn á Haukum

Vísir.is: Njarðvíkingar unnið tvo í röð

Mbl.is: Njarðvík sótti sterkan sigur í Hafnarfjörðinn

Mbl.is: Það eitur sem við völdum í þetta skiptið

Myndasafn Karfan.is