Stjarnan-Njarðvík í kvöld: Útkall á Ljónahjörðina!Prenta

Körfubolti

Í kvöld mætast Njarðvik og Stjarnan í Mathús Garðabæjar höllinni í Garðabæ. Leikurinn hefst kl. 20.15 og verður í beinni útsendingu hjá Stöð 2 Sport. Stjarnan situr á toppi deildarinnar með 26 stig en okkar menn hafa 18 stig í 6. sæti eftir úrslit gærkvöldsins, sigur í kvöld færir okkur aftur upp í 4. sætið og okkar menn leggja allt í sölurnar!

Það er útkall á Ljónahjörðina, við hvetjum alla Njarðvíkinga til að fjölmenna í Garðabæ í kvöld en heimamenn munu taka vel á móti Njarðvíkingum og hafa bent okkur á að fyrir leik verði m.a. hægt að gæða sér á kjúklingavængjum sem fyrrum bakvörður Stjörnunnar, Justin Shouse, reiðir fram með sínum hætti.

Fjölmennum í Garðabæ og látum vel í okkur heyra í baráttunni um tvö stór og mikilvæg stig!

#ÁframNjarðvík