Stjarnan-Njarðvík í Mathús Garðabæjar höllinni í kvöldPrenta

Körfubolti

Í kvöld hefst nítjánda umferðin í Domino´s-deild karla þar sem okkar menn í Njarðvík heimsækja Stjörnuna í Garðabæ. Leikurinn hefst kl. 19.15 og verður í beinni vefútsendingu hjá Stjörnunni. Útsendinguna má nálgast hér.

Eftir dýrt tap í síðustu umferð er ekkert annað í boði fyrir okkar menn en að mæta grimmir til leiks í Garðabæ og ná í tvö dýrmæt stig. Við hvetjum alla Njarðvíkinga til að freista þess að ná sér í miða á leikinn og styðja græna í mikilvægum slag.

#ÁframNjarðvík