Stórleikur í Ljónagryfjunni í kvöldPrenta

Körfubolti

Ljónagryfjan iðar af lífi í kvöld þegar Njarðvík tekur á móti Keflavík í Subway-deild kvenna. Leikurinn hefst kl. 19:15 en sex stig skilja liðin að í deildinni. Keflavík með 34 stig á toppi deildarinnar en Ljónynjurnar okkar með 28 stig í 2. sætinu.

Eins og flestum er kunnugt mætum við Keflavík í undanúrslitum VÍS-bikarsins í marsmánuði og því óhætt að segja að næstu misseri séu það hver risa leikurinn á fætur öðrum. Okkar konur freista þess að komast aftur á sigurbraut í deildinni eftir tvo tapleiki í röð – við vitum hvað býr í Njarðvíkurliðinu og vitum líka að sjötti maðurinn í stúkunni hefur sitt að segja þegar það er komið í svona glímu.

Allir á völlinn og áfram Njarðvík!