Stórsigur á Albaníu og Njarðvíkurstúlkur í aðalhlutverkiPrenta

Körfubolti

Íslenska U 18 ára lið stúlkna lagði liði Albaníu, 79-43, í umspili um sæti 21-23 á mótinu. Njarðvíkurstúlkur voru þar í aðalhlutverki. Atkvæðamest fyrir Ísland í leiknum var Vilborg Jónsdóttir með 22 stig, 9 fráköst og 2 stoðsendingar næst kom Lára Ösp Ásgeirsdóttir með 15 stig og 4 fráköst. Í dag mun liðið leika lokaleik sinn á mótinu gegn Makedóníu, en sá leikur mun vera upp á 21. sætið.