Stórsigur í SíkinuPrenta

Körfubolti

Njarðvík var rétt í þessu að vinna stóran og öruggan sigur á Tindastól í 1. deild kvenna. Lokatölur voru 39-77 Njarðvík í vil þar sem Chelsea og Vilborg voru báðar stigahæstar með 20 stig.

Njarðvík leiddi 10-18 eftir fyrsta leikhluta og litu ekki við eftir það og lokatölur 39-77 eins og áður segir. Chelsea Jennings gerði 20 stig í leiknum, tók 8 fráköst, gaf 8 stoðsendingar og stal 7 boltum. Vilborg Jónsdóttir bætti við 20 stigum, 6 fráköstum, 3 stoðsnedingum og 3 stolnum boltnum. Þá var Þuríður Birna með 13 stig, 6 fráköst og 2 stoðsendingar.

Glæsilegur sigur en næst á dagskrá hjá Njarðvík er heimaleikur þann 30. janúar þegar Vestri mætir í heimsókn og hefst leikurinn kl. 16.00.

Tölfræði leiksins