Stórt tap á SelfossiPrenta

Fótbolti

Selfossi sigraði Njarðvík 4 – 1 á Selfossi í kvöld í lokaumferð fyrri umferðar Inkasso- deildarinnar. Úrslitin koma eftir vill á óvart eða öllu heldur hvað sigurin var stór en heimamenn áttu sigurinn skilin. Njarðvíkingar byrjuðu leikinn ágætlega og áttu fyrsta færi leiksins en það voru heimamenn náðu forystunni á 13 mín. Liðin skiptust á að sækja en Njarðvíkingar fengu nokkra góða möguleika á að jafna leikinn en sóknarmenn okkar höfðu ekki reimað á sig skotskóna fyrir þennan leik. Staðan 1 – 0 í hálfleik.

Heimamenn byrjuðu seinnihálfleik á því að auka forystunna í 2 – 0 eftir misskilning í vörninni. Við reyndum að klóra í bakkann en Selfoss náði að gera sitt þriðja mark á 60 mín og staðan ekki góð hjá okkur. Okkur tókst að minnka munin á 67 mín þegar Magnús Þór Magnússon skoraði af stuttu færi eftir hornspynu. Við markið færðist mikil líf í okkar leik og stuttu seinna var dæmd vítaspyrna dæmd á heimamenn. Andri Fannar tók spyrnuna og setti boltann í slánna og niður og út. Þarna fór gott færi forgörðum til að þjarma að heimamönnum en þess í stað datt krafturinn niður. Selfoss náði síðan að bæta við fjórða markinu við á 90 mín.

Það sem er ljóst eftir þennan leik er að við verðum að nýta þau færi sem við fáum í leikjum til að ná því út úr þeim sem við viljum, heimamenn gerðu það í þessum leik. En þessi leikur er búin og við þurfum að snúa okkur að næsta leik sem er eftir viku gegn Þrótti í Laugardalnum.

Theodór Guðni Halldórsson lék í kvöld sinn 100 mótsleik fyrir Njarðvik og fögnum við þeim áfanga hjá honum og óskum honum til hamingju með áfangann.

Leikskýrslan Selfoss – Njarðvík
Fótbolti.net – skýrslan
Fótbolti.net – viðtal við Rafn Markús

Myndirnar eru úr leiknum í kvöld