Stórt tap í fyrsta æfingaleiknumPrenta

Fótbolti

Njarðvík tapaði 0 – 6 í fyrsta æfingaleik undirbúningstímabilsins þegar Framarar komu í heimsókn. Staðan var 0 – 2 eftir fyrrihálfleik en gestirnir nýttu sín færi og náðu að setja tvö mörk. Í seinnihálfleik bættu þeir við fjórum mörkum, þar af tvö úr vítaspyrnum.

Gestirnir voru sprækir en Njarðvíkingar voru langt frá sínu besta enda var haustbragur á þessu í kvöld.

Byrjunarlið Njarðvík; Brynar Atli Bragason (m), Arnar Helgi Magnússon, Brynjar Freyr Garðarsson, Styrmir Gauti Fjeldsted, Davíð Guðlaugsson, Atli Geir Gunnarsson, Andri Fannar Freysson, Bergþór Ingi Smárason,  Krystian Wiktorowicz, Pawel Grudzinski, Ari Már Andrésson.
Varamenn; Pálmi Rafn Arinbjörnsson (m), Stefán Svanberg Harðarson, Falur Orri Guðmundsson, Sigurður Þór Hallgrímsson, Jökull Örn Ingólfsson, Elís Már Gunnarsson sem allir komu við sögu í seinnihálfleik.