Körfuboltatímabilið hefst hjá okkur Njarðvíkingum föstudaginn 5. október með stórleik Njarðvíkur og Keflavíkur í Ljónagryfjunni kl. 20:15. Fyrir leik verður hægt að versla árskort á deildarleikina (árskortin gilda ekki í úrslitakeppni) en verðið á árskortum er 15.000.
Á sama stað verður einnig hægt að skrá sig í Grænu ljónin stuðningsmannaklúbb Njarðvíkur svo það er ráð að mæta tímanlega fyrir leikinn á föstudag og græja sig fyrir tímabilið. Afgreiðsla árskortanna og kortanna í Grænu ljónin hefst kl. 19 á leikdegi.