Stúlknaflokkur Njarðvíkur bikarmeistarar 2020Prenta

Körfubolti

Njarðvík varð í dag Geysisbikarmeistari í stúlknaflokki með því að leggja KR í úrslitaleik í Laugardalshöllinni, 62-69.

Þetta var spennandi leikur sem var jafn mestan hluta leiksins. Njarðvík leiddi með fjórum stigum eftir fyrsta leikhluta. Njarðvíkurstelpur héldu forustunni áfram og voru yfir 31-45 í hálfleik. KR-ingar komu tilbaka í þriðja leikhluta og minnkuðu muninn minnst í tvö stig. Okkar stelpur héldu hinsvegar forustunni og unnu með sjö stiga mun eins og fyrr segir, 62-69.

Það voru margir leikmenn sem lögðu sitt af mörkum og var þetta frábær liðs sigur.

Atkvæðamestar voru Vilborg Jónsdóttir með 25 stig, 7 fráköst, 4 stoðsendingar og 3 stolna bolta en hún var valin maður leiksins.

Næstar komu Helena Rafnsdóttir sem skoraði 13 stig og tók 14 fráköst og Sigurveig Sara Guðmundssdóttir  sem skoraði  11 stig og tók 14 fráköst.

Innilega til hamingju stelpur  !