Sturla í 11.sæti á EM öldungaPrenta

Lyftingar

Sturla Ólafsson lauk keppni á EM öldunga í klassískum kraftlyftingum í gær. Hann keppti í -105 kg flokki M2 var þetta hans fyrsta alþjóðamóti og náði persónulegum bætingum bæði í hnébeygju og bekkpressu.

Sturla bætti sig um 4kg í hnébeygju þegar hann lyfti 180 kg í hnébeygju, í bekkpressu bætti hann sitt persónulega met um 10kg þegar hann lyfti 110kg. Í réttstöðulyftu náði hann einungis að lyfta byrjunarþyngdinni 200 kg en samanlagt lyfti hann 490 kg sem skilaði honum 11. sætinu í flokknum.

Við óskum Stulla til hamingju með fyrsta alþjóðamótið sitt og fögnum því að hann sé mættur aftur á keppnispallinn.

Benedikt lauk svo keppni í morgun á EM öldunga í klassískum kraftlyftingum . Hann lyfti 220 kg í hnébeygju. Í bekkpressu lyfti hann 145kg. Hann opnaði í öruggum 250kg en því miður voru þau dæmt ógild, næstu 2 lyftur einnig og því miður fékk hann enga lyftu gilda í réttstöðu í dag. Við óskum Benedikt samt sem áður til hamingju með gott mót sem fer klárlega í reynslubankann.