Fimmtudagskvöldið 13.september kl 20:00 verður styrktar- pub quiz fyrir ungt par hér í bænum, Óla og Díönu. Skemmtikrafturinn Hjálmar Örn sér um pub quizið.
Fyrir um hálfu ári síðan greindist Óli með mergæxli (Multiple Myeloma) í neðri hryggjarbol og hefur síðan þá verið í erfiðri krabbameinsmeðferð við því.
Líkt og margir vita þá taka svona veikindi á hjá lítilli fjölskyldu, bæði andlega og fjárhagslega. Þessi viðburður er stofnaður til þess að létta undir með unga parinu en saman eiga þau tæplega eins og hálfs árs dóttur hana Kötlu Elísabet.
Viðburðurinn fer fram á Ránni við Hafnargötu 19 í Reykjanesbæ.