styrktarreglur-umfn

Samþykkt á fundi Aðalstjórnar Ungmennafélags Njarðvíkur þann 22. september 2009

UMFN úthlutar styrkjum til afreksmanna sinna, samkvæmt umsóknum sem berast frá formönnum deilda og eru styrkhæf verkefni þátttaka í Norðurlandamótum, Evrópumótum og Heimsmeistaramótum með landsliðum Íslands  ef kostnaður vegna fararinnar er ekki greiddur að fullu af viðkomandi sérsambandi.  Styrkur vegna tímabilsins 2009-2010 hefur verið ákveðinn 20.000,- krónur.

Aðalstjórn UMFN fjallar sérstaklega um styrki vegna Ólympíuleika.

Deildir UMFN eru fjárhagslega sjálfstæðar samkvæmt lögum félagsins og hafa tekjur af félagsgjöldum iðkenda sinna og ágóða af íþróttamótum og öðrum fjáröflunum.  Deildir félagsins bera ábyrgð á útgjöldum sínum , uppsafnaður rekstrarvandi er EKKI styrkhæfur.

Dæmi um útgjaldaliði:  Kostnaður við þjálfun (laun og fræðsla), keppnisbúningar, dómgæsla, ferðakostnaður og hver sá búnaður sem þarf til æfinga og keppni.

 

Á fundi aðalstjórnar 28.3.2012 var samþykkt að hækka styrkinn í 25.000. krónur.