Fyrirliði meistarflokksins og leikmaður ársins Styrmir Gauti Fjeldsted hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning. Styrmir Gauti lék fyrst í meistaraflokki 2009 og á að baki 58 leiki og gert 1 mark. Þetta er fyrsti leikmannasamningurinn sem gerður er nú eftir að undirbúingstímabilið er hafið á ný en flokkurinn hóf æfingar á þriðjudaginn var. Við fögnum nýjum samning Styrmis og óskum honum til hamingju.