Styttist í SteikarkvöldiðPrenta

Fótbolti

Það styttist í Steikarkvöld knattspyrnudeildarinnar sem fer fram föstudaginn 6. mars nk. í Karlakórshúsinu. Þessi árlegi viðburður okkar er þekktur fyrir góðan mat í bland við létta skemmtidagskrá. Í ár er það Hjörvar Hafliðason eða Dr. Football sem sér um að stýra veislunni og svo mætir Ingó Veðurguð mætir með gítarinn.

Miðasala er í fullum gangi og það er vissara að festa sér miða ekki seinna en strax því það er farið að síga á seinnihlutann á miða framboðinu.

Hægt er að versla miða hjá Bílaútsölunni við gamla vallarhliðið á leiðinni uppá Ásbrú og í Vallarhúsinu við Afreksbraut, sími 421 1160 eða senda tölvupóst á njardvikfc@umfn.is.