Subway deildin: Njarðvík spáð 1. og 5. sætiPrenta

Körfubolti

Árlegur blaðamannafundur Körfuknattleikssambands Íslands fór fram í dag þar sem nýr samstarfsaðili deildarinnar var kynntur til leiks. Á komandi leiktíð munu úrvalsdeildir karla og kvenna bera nafnið Subway deildin. Þar tekur Subway við keflinu af Domino´s sem setti mark sitt á boltann síðastliðinn áratug.

Við fundinn var spá fyrirliða og formanna deildanna kynnt þar sem karlalið Njarðvíkur var spáð 1. sæti og kvennaliðinu spáð 5. sæti.

Í Subway deild kvenna hlaut Njarðvík 90 stig en Haukum var spáð 1. sæti með 284 stig. Spáin í heild sinni:

1. Haukar
2. Valur
3. Fjölnir
4. Keflavík
5. Njarðvík
6. Breiðablik
7. Grindavík
8. Skallagrímur

Í Subway deild karla hlaut Njarðvík 398 stig en Breiðablik og Vestra var spáð falli. Spáin í heild sinni:

1. Njarðvík
2. Keflavík
3. Stjarnan
4. Valur
5. Tindastóll
6. KR
7. Grindavík
8. Þór Þorlákshöfn
9. ÍR
10. Þór Akureyri
11. Breiðablik
12. Vestri

Subway-deild kvenna hefst á morgun 6. október þegar Ljónynjur halda í Ólafssal og mæta þar funheitum Haukum sem nýverið urðu VÍS-bikarmeistarar, meistarar meistaranna og komust áfram í riðlakeppni EuroCup. Liðin mætast í Hafnarfirði 6. október kl. 20:15.

Subway-deild karla hefst á fimmtudag 7. október þegar ríkjandi Íslandsmeistarar Þórs úr Þorlákshöfn mæta í Ljónagryfjuna. Leikurinn hefst kl. 18:15 og er því opnunarleikur tímabilsins.

Hlökkum til að fá ykkur í Ljónagryfjuna í vetur. Fjölmennum á pallana og styðjum vel við bakið á okkar liði!

#ÁframNjarðvík