Suðurnesjarimmur í upphafi tímabils!Prenta

Körfubolti

Körfuknattleikssamband Íslands hefur nú birt fyrstu drög að Domino´s-deild karla og 1. deild kvenna fyrir næstu leiktíð, 2018-2019. Það verða engin vettlingatök strax í fyrstu umferð þegar okkar menn í grænu taka á móti Keflavík í Ljónagryfjunni þann 4. október.

Þá verður fyrsta viðureign kvennaliðs Njarðvíkur úti í Grindavík tveimur dögum síðar eða þann 6. október næstkomandi. Sérdeilis hressandi upphafi á nýrri leiktíð hjá Njarðvíkurliðunum en svona er útlitið um þessar mundir en það geta enn orðið umtalsverðar breytingar á keppnisdagsrká liðanna m.a. með tilliti til sjónvarpsútsendinga og fleira.

Hægt er að nálgast leikjaniðurröðun á mótasíðu KKÍ