Sumaræfingar 2023Prenta

Körfubolti

Barna- og unglingaráð Körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur býður upp á æfingar yfir mest allan sumartímann. Körfuboltinn er orðinn heilsársíþrótt og er sumarið tíminn til að bæta sig, þá sérstaklega í einstaklingsæfingum, tækni og skotum. Farið verður vel í þessa þætti í sumar.  Einnig verða styrktaræfingar tvisvar sinnum í viku allan tímann fyrir iðkendur fædda 2011 og eldri. Styrktarþjálfunin er innifaliln í verðinu eins og síðasta sumar. Mikilvægt er að vinna í styrktarþjálfun allt árið. 

Körfuboltaæfingarnar verða í umsjón Bruno Richotti. Mikil ánægja hefur verið með störf Bruno á tímabilinu sem einnig hefur verið að þjálfa við morgunæfingar félagsins. Bruno sem sjálfur var leikmaður hlaut þjálfaramenntun sína á Spáni og þjálfaði fjóra af yngri flokkum félagsins á tímabilinu. Kristinn Pálsson mun einnig þjálfa hjá okkur í sumar en Kristinn er uppalinn Njarðvíkingur sem spilar sem atvinnumaður í Hollandi og íslenska landsliðinu. Þeim til aðstoðar verða leikmenn yngri landsliða hjá félaginu. Einnig mun Ólafur Hrafn Ólafsson styrktarþjálfari félagsins sjá um styrktarþjálfunina í sumar.

Skipt verður æfingunum upp í tvö (2) námskeið. Fyrsta námskeiðið byrjar mánudaginn 5.júní

Æfingar verða fyrir iðkendur fædda 2006-2015. Æfingatímarnir eru unnir í  samstarfi við knattspyrnudeild félagsins svo flestir geti stundað báðar íþróttir, samt sem áður er möguleiki á einhverri skörun vegna fjölda árganga og tímum í íþróttahúsunum.

Ef einhverjir hópar lenda í því að það sé skörun við fótboltaæfingar, þá er hægt að fá að mæta með öðrum hópum í staðinn.

Skráning á sumaræfingarnar fara fram í gegnum Sportabler. Opnað verður fyrir skráningu mánudaginn 22.maí kl. 12.00. Skráninginn fer í gegnum linkinn hér að neðan. 15% systkinaafsláttur er veittur af sumaræfingunum, fyrstu kaup eru á uppsettu verði og næstu kaup eftir það koma með 15% afslætti.

„Linkur á Sportabler“

Skráning er einnig hafin í hin árlega körfuboltaskóla en tvö námskeið verða í sumar fyrir börn fædd 2012-2016. Skráning á námskeiðið fer fram í gegnum póstfangið aggiogsvava@simnet.is . Skólinn er í íþróttahúsinu við Akurskóla eins og síðustu ár. Tvö námskeið verða í boði :

12.júní-15.júní

17.júlí-20.júlí

Allar upplýsingar um námskeiðið má finna hér:


Sumaræfingar 2023

Æfingar fara fram í Ljónagryfjunni, íþróttahúsi Njarðvíkur.
*æfingatímarnir eru birtir með fyrirvara um breytingar

Sumaræfingar fyrir iðkendur fædda 2012-2015

Þessi hópur æfir þrisvar sinnum í viku.
Verð fyrir hvert námskeið: 15.000 kr
Æft verður kl. 14:30-15:30 mánudaga, þriðjudaga og fimmtudaga í 
Ljónagryfjunni á öllum námskeiðum.

Sumaræfingar – námskeið 1: 5.júní – 29.júní
Sumaræfingar námskeið 2: 17.júlí- 18.ágúst.

Sumaræfingar fyrir iðkendur fædda 2010-2011

Þessi hópur æfir þrisvar sinnum í viku auk styrktarþjálfunar tvisvar í viku.
Verð fyrir hvert námskeið: 20.000 kr
Æft verður kl. 11:00-12:00 mánudaga, þriðjudaga og fimmtudaga í 
Ljónagryfjunni – styrktaræfingarnar verða á mánudögum 16:30 og miðvikudögum kl 16.30  einnig í Ljónagryfjunni.

Sumaræfingar – námskeið 1: 5.júní – 29.júní
Sumaræfingar námskeið 2: 17.júlí- 18.ágúst .

*ef einhverjir eru að vinna eftir hádegi geta þeir fengið að mæta með elsta hópnum kl 16:05  í Ljónagryfjunni.

Sumaræfingar fyrir iðkendur fædda 2006-2009.

Þessi hópur æfir þrisvar sinnum í viku auk styrktarþjálfunar tvisvar í viku.
Æft verður kl. 16:15-17:30 á mánudaga, þriðjudaga og fimmtudaga í Ljónagryfjunni – styrktaræfingarnar verða á mánudögum og miðvikudögum kl 17:30, einnig í Ljónagryfjunni.
Verð fyrir hvert námskeið: 20.000 kr

Sumaræfingar – námskeið 1: 5.júní – 29.júní
Sumaræfingar námskeið 2: 17.júlí- 18.ágúst.

#ÁframNjarðvík