Sumaræfingar falla niður í dag vegna verkfallsPrenta

Körfubolti

Í dag mánudaginn 5. júní var fyrirhugað að sumaræfingadagskrá Körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur myndi hefjast. Vegna verkfallsaðgerða verður Ljónagryfjan lokuð og því engar Sumaræfingar í dag. Barna- og unglingaráð vonast til þess að verkfallsviðræður taki fljótt af og hægt verði að opna húsið á nýjan leik.

Eins og sakir standa verða ekki æfingar í dag og tilkynningar munu berast til iðkenda á Sportabler hvenær hægt verði að æfa. Samband íslenskra sveitarfélaga og BSRB slitu fundi í nótt en verkföllin ná m.a. til starfs­fólks í leik­skól­um, sund­laug­um, íþrótta­mann­virkj­um, þjón­ustumiðstöðvum, bæj­ar­skrif­stof­um, áhalda­hús­um og höfn­um.

Við biðjumst velvirðingar á þeim röskunum og óþægindum sem þetta kann að valda og vonumst til að sáttir náist í deilunni sem fyrst. Við munum ganga úr skugga um að æfingamagn hvers námskeiðs náist hjá iðkendum og því getum við fært námskeiðið um þá daga sem dett út aftar í júlímánuð ef verkfall dregst ekki of mikið á langinn en við fylgjumst grannt með gangi mála.