Sumaræfingar unglingaráðs 2024Prenta

Körfubolti

Sumaræfingar 2024 verða í umsjón Bruno Richotti. Mikil ánægja hefur verið með störf Bruno hjá félaginu og var hann að klára sitt annað tímbil sem þjálfari hjá Njarðvík. Bruno sem sjálfur var leikmaður hlaut þjálfaramenntun sína á Spáni og þjálfaði fjóra af yngri flokkum félagsins á tímabilinu og sá um morgunæfingar. Logi Gunnarsson mun einnig sinna æfingunum ásamt fleiri góðum aðilum sem við kynnum síðar til leiks. Þjálfurunum til aðstoðar verða leikmenn yngri landsliða hjá félaginu. Einnig mun Ólafur Hrafn Ólafsson styrktarþjálfari félagsins sjá um styrktarþjálfunina í sumar.

Skipt verður æfingunum upp í tvö (2) námskeið. Fyrsta námskeiðið byrjar mánudaginn 10.júní.

Æfingar verða fyrir iðkendur fædda 2006-2016. Æfingatímarnir eru unnir í  samstarfi við knattspyrnudeild félagsins svo flestir geti stundað báðar íþróttir, samt sem áður er möguleiki á einhverri skörun vegna fjölda árganga og tímum í íþróttahúsunum.

Ef einhverjir hópar lenda í því að það sé skörun við fótboltaæfingar, þá er hægt að fá að mæta með öðrum hópum í staðinn.

Skráning á sumaræfingarnar fara fram í gegnum Sportabler. Opnað verður fyrir skráningu innan skamms. Skráninginn fer í gegnum linkinn hér að neðan. 15% systkinaafsláttur er veittur af sumaræfingunum, fyrstu kaup eru á uppsettu verði og næstu kaup eftir það koma með 15% afslætti.


„Linkur á Sportabler“

Körfuboltaskólinn
Skráning er einnig hafin í hinn árlega körfuboltaskóla en námskeiðið  verður í sumar fyrir börn fædd 2013-2017. Skráning á námskeiðið fer fram í gegnum póstfangið aggiogsvava@simnet.is
Skólinn er í íþróttahúsinu við Akurskóla eins og síðustu ár 10.júní-13.júní
Allar upplýsingar um námskeiðið má finna hér

Sumaræfingar 2024 fara fram í Ljónagryfjunni, íþróttahúsi Njarðvíkur.*æfingatímarnir eru birtir með fyrirvara um breytingar
___________________________________________________________________________________________________________________________

Sumaræfingar fyrir iðkendur fædda 2013-2016
(verðandi minnibolti 10 og 11 ára, 8 og 9 ára)

Þessi hópur æfir þrisvar sinnum í viku.
Verð fyrir fyrra námskeið: 10.000 kr (2 vikur) . Verð fyrir seinna námskeið: 15.000 kr ( 3 vikur).

Æft verður kl. 12:30-13:30 mánudaga, þriðjudaga og fimmtudaga.

Sumaræfingar – námskeið 1: 18.júní – 27.júní
Sumaræfingar námskeið 2: 1 29.júlí- 16.ágúst .

___________________________________________________________________________________________________________________________
Sumaræfingar fyrir iðkendur fædda 2010-2012
(verðandi 7.- 9.flokkur)

Þessi hópur æfir þrisvar sinnum í viku auk styrktarþjálfunar tvisvar í viku.
Verð fyrir hvert námskeið: 20.000 kr.

Æft verður kl. 13:30-14:45 mánudaga, þriðjudaga og fimmtudaga.

Styrktaræfingarnar verða á mánudögum 16:00 og miðvikudögum kl 16.00  einnig í Ljónagryfjunni.

Sumaræfingar – námskeið 1: 10.júní – 27.júní.
Sumaræfingar námskeið 2: 29.júlí- 16.ágúst .

*ef einhverjir eru að vinna eftir hádegi geta þeir fengið að mæta með elsta hópnum kl 16:15  í Ljónagryfjunni.

___________________________________________________________________________________________________________________________

Sumaræfingar fyrir iðkendur fædda 2006-2009.
( verðandi 10.flokkur og eldri)

Þessi hópur æfir þrisvar sinnum í viku auk styrktarþjálfunar tvisvar í viku.


Æft verður kl. 16:15-17:30 á mánudaga, þriðjudaga og fimmtudaga í Ljónagryfjunni.

Styrktaræfingarnar verða á mánudögum og miðvikudögum kl 17:30, einnig í Ljónagryfjunni.
Verð fyrir hvert námskeið: 20.000 kr

Sumaræfingar – námskeið 1: 10.júní – 27.júní.
Sumaræfingar námskeið 2:  29.júlí- 16.ágúst .

___________________________________________________________________________________________________________________________

Samstarfsaðilar barna- og unglingaráðs Njarðvíkur eru: