Sumarfrí nálgastPrenta

Sund

Þó ótrúlegt sé er komið að lokum tímabilsins hjá sumum hópum.; Eftir Landsbankamót nálgast svo lokin á æfingatímabilinu hjá flestum hópum.; Tímabilið 2014/2015 hefur verið frábært hjá okkur á margan hátt. Mikil ánægja hjá sundmönnum á öllum aldri, árangur í lauginni, nýr vinskapur, skemmtilegir dagar og persónulegar framfarir.; Við vonumst til að sjá ykkur öll aftur á tímabilinu 2015/2016. Við erum fremsta aldursflokkasundlið landsins og veitum frábæra undirstöðu fyrir árangursríka framtíð bæði ofaní og utan laugar.; Lok tímabilsins verða sem hér segir hjá einstökum hópum:; Gullfiskar, Silungar, Laxar og Sprettfiskar; Þessir hópar ljúka æfingum í kringum Landsbankamót. Það eru engar æfingar í þessum hópum eftir Landsbankamót. Í sumar verður ÍRB með sumarnámskeið sem verður auglýst sérstaklega.; Sundmenn sem ná viðmiðum í Flugfiska á Landsbankamóti geta valið annað hvort að fara í sumarfrí og hefja æfingar í haust með Flugfiskum eða færa sig strax í Flugfiska og æfa með þeim þar til þau ljúka æfingum í lok maí.; Flugfiskar og Sverðfiskar; Þessir hópar æfa þar til í síðustu vikunni í maí og fara á Akranesleikana. Eftir Akranesleikana eru engar æfingar.; Sundmenn sem ná viðmiðum í Háhyrninga á Akranesleikunum geta valið að fara í sumarfrí og byrja að æfa með Háhyrningum í haust eða að færa sig strax í Háhyrninga og æfa með þeim þar til þeir fara í sumarfrí rétt fyrir AMÍ.; Háhyrningar; Þessi hópur æfir fram að AMÍ. Engar æfingar eru eftir AMÍ.; Sundmenn sem ná viðmiðum fyrir Framtíðarhóp á AMÍ geta valið að fara í sumarfrí og byrja að æfa með Framtíðarhóp í haust eða byrja strax að æfa með Framtíðarhóp.; Efstu hóparnir; Samkvæmt dagatali fara þessir hópar í sumarfrí laugardaginn 18. júlí eftir sumarmót ÍRB