Sumarhappdrætti knattspyrnudeildar er komið í sölu. Miðafjöldi er 500 stk á 1,500 kr miðinn með vinningum uppá samtals 331.900 kr. Dregið verður 19. júní nk.
Hægt er að kaupa miða með því að senda tölvupóst á njardvikfc@umfn.is, einnig munum við ganga í hús og bjóða miða ásamt því að stofnuð hefur verið síða á Facebook þar sem tekið er á móti pöntunum á miðum.