Aðalfundur hjá Sunddeild UMFN var haldinn 1. mars síðastliðinn. Hefðbundin fundarstörf voru á dagskrá og fengum við tvo nýja meðlimi inn í stjórn og bjóðum við hjartanlega velkomin til starfa með okkur þau Guðrúnu Pálsdóttur og Algirdas Kazulis.
Á fundinum nýttum við tækifærið og heiðruðum sundfókið okkar sem skaraði fram úr á síðasta ári. Sundkona ársins 2020 var Karen Mist Arngeirsdóttir en hún var með þrjá Íslandsmeistaratitla á ÍM50 í 50m,100m og 200m bringusundi. Sundmaður ársins 2020 Fannar Snævar Hauksson var hann með sömuleiðis þrjá Íslandsmeistaratitla í 100m flug, 200m flug, 100m bak á AMÍ. Glæsilegur árangur hjá þeim. Óskum þeim innilega til hamingju með þennan flotta árangur á þessu skrítna Covid ári.
Á myndinni er: Rebekka Marín systir Karenar og Fannar Snævar.