Sundmenn ÍRB gerðu það gott í DanmörkuPrenta

Sund

Sundfólkið úr ÍRB var að standa sig afar vel á Lyngby Open sundmótinu um síðstu helgi. Hópurinn vann til átján verðlauna og var Þröstur Bjarnason sprettharðasti sundmaður mótsins. Hann bar sigur úr býtum í útsláttarkeppni í 50m skriðsundi og vann til sérstakra verðlauna. Útsláttarkeppnin fer þannig fram að fyrst er keppt í undanrásum, síðan keppa tólf, síðan fækkar í sex, því næst í fjóra og loks keppa tveir bestu til úrslita.

 

Þeir sundmenn sem unnu til verðlauna á mótinu voru:

Eydís Ósk Kolbeinsdóttir: Silfur í 400m skriðsundi, silfur í 400m fjórsundi, brons í 200m fjórsundi.

Sunneva Dögg Robertson: Silfur í 400m skriðsundi,silfur í 200m skriðsundi, brons í 100m flugsundi og gull í 200m flugsundi,

Þröstur Bjarnason: Silfur í 200m skriðsundi, gull í 100m skriðsundi og gull í 50m skriðsundi.

Björgvin Theódór Hilmarsson,: Brons í 100m baksundi og gull í 200m baksundi.

Gunnhildur Björg Baldursdóttir: Silfur í 200m flugsundi.

Sylwia Sienkiewicz: Silfur í 200m flugsundi.

Baldvin Sigmarsson: Silfur í 200m flugsundi og brons í 100m bringusundi.

Íris Ósk Hilmarsdóttir: Silfur í 200m baksundi.

Karen Mist Arngeirsdóttir: Brons í 50m bringusundi.