Sundnámskeið fyrir unga sundmenn í sumarPrenta

Sund

Sundnámskeið fyrir unga sundmenn; Samtals 9 skipti í senn; Námskeiðin eru fyrir 2 ára og eldri. Í hverri laug er leiðbeinandi og 3-4 aðstoðarmenn ofan í lauginni sem eru sundmenn ÍRB. Leitast er við að kenna yngstu börnunum vatnsöryggi og grunnhreyfingar sundtakanna með og án hjálpartækja.; Markmið með kennslu eldri barnanna er að kenna þeim rétt sundtök án allra hjálpartækja.; Námskeið; Tvö tímabil í boði:; 10. júní til 23. júní. 9 skipti. Frí 17. Júní.; 30. júní til 10. júlí. 9 skipti.; Tímasetning; Hægt er að velja um tíma á morgnanna kl. 9.00, 10.00 eða 11.00.; Staðsetning; Boðið verður upp á námskeið í sundlaugum Akurskóla í Innri Njarðvík og í Heiðarskóla í Keflavík en við áskiljum okkur rétt til að sameina hópa vegna fjölda ef nauðsyn er á því þegar skráning liggur fyrir.; Leiðbeinendur; Leiðbeinendur verða þjálfarar og sundmenn ÍRB.; Þátttökugjald; Verð á hverju námskeiði er 8.500. Athugið að hægt er að skrá barn á fleiri en eitt námskeið.; Skráning; Hægt er að skrá sig á heimasíðum félaganna frá 26. maí.:; https://umfn.felog.is/; https://keflavik.felog.is/