Sunneva Dögg og Ægir Már íþróttafólk UMFN 2016Prenta

UMFN

Þau Sunneva Dögg Róbertsdóttir og Ægir Már Baldvinsson voru í kvöld útnefnd íþróttakona og íþróttamaður UMFN árið 2016. Þau eru vel að þessari viðurkenningu komin, eiga bæði gott íþróttaár að baki. Stjórn Ungmennafélags Njarðvíkur óskar þeim Sunnevu Dögg og Ægi Má til hamingju með útnefninguna, einnig öllu íþróttafólkinu sem fengu viðkenningu í kvöld.

Eftirtaldir einstaklingar voru svo útnefndir íþróttamenn deilda og fengu viðurkenningar fyrir.

Júdókona UMFN 2016 er Heiðrún Fjóla Pálsdóttir

Glímukona UMFN 2016 er Heiðrún Fjóla Pálsdóttir

Júdómaður UMFN 2016 er Ægir Már Baldvinsson

Glímumaður UMFN 2016 er Ægir Már Baldvinsson

Körfuknattleikskona UMFN 2016 er Björk Gunnarsdóttir

Körfuknattleiksmaður UMFN 2016 er Logi Gunnarsson

Knattspyrnumaður UMFN 2016 er Arnar Helgi Magnússon

Kraftlyftingarmaður UMFN 2016 er Halldór J Vilhjálmsson

Kraftlyftingarkona UMFN 2016 er Inga María Henningsdóttir

Lyftingarkona UMFN 2016 er Katla Björk Ketilsdóttir

Lyftingarmaður UMFN 2016 er Emil Ragnar Ægisson

Sundkona UMFN 2016 er Sunneva Dögg Robertsdóttir

Þríþrautarkona UMFN 2016 er Guðlaug Sveinsdóttir

Þríþrautarmaður UMFN 2016 er Rafnkell Jónsson

Efri mynd / Íþróttafólk UMFN 2016 Sunneva Dögg og Ægir Már

no-3-2

Allir verðlaunahafar kvöldsins