Super Mario reif niður hringinnPrenta

Körfubolti

Mario Matasovic hefur ekki setið auðum höndum í öllum þeim takmörkunum sem COVID19 hefur haft í för með sér. Okkar maður tók sig til og reif vel í járnin… reyndar svo vel að ein karfan í Njarðtaksgryfjunni varð að gefa eftir!

Vanalega rífa menn eitthvað úr spjaldinu með þegar svona nokkuð gerist en Super Mario sleit járnið í sundur. Með þessu áframhaldi þarf að sérstyrkja hringina fyrir átökin í Domino´s þegar okkar maður fer á flug í húsum landsins.

#SuperMario