Súrt í broti gegn ÞórPrenta

Körfubolti

Njarðvík varð að fella sig við 59-61 ósigur gegn Þór Akureyri í 1. deild kvenna þann 5. janúar síðastliðinn. Ljónynjur áttu lokaskot leiksins til að koma leiknum í framlengingu en boltinn vildi ekki niður.

Vilborg Jónsdóttir var atkvæðamest í Njarðvíkurliðinu í leiknum með 16 stig, 10 fráköst og 5 stoðsendingar og næst henni var Kamilla Sól Viktorsdóttir með 12 stig, 2 fráköst og 3 stoðsendingar.

Næstu þrír leikir Njarðvíkurliðsins eru á útivelli. Þann 12. janúar gegn Tindastól, 28. janúar gegn Fjölni og 2. febrúar gegn Grindavík.

Tölfræði leiksins

Myndasafn úr leiknum – SBS