SVAVAR ÖRN FRAMLENGIR TIL 2027!
Svavar Örn Þórðarsson hefur framlengt samningi sínum við Knattspyrnudeildina út árið 2027!
Svavar, sem er fæddur árið 2004, leikur iðulega stöðu hægri bakvarðar og hefur spilað einkar vel í henni í sumar þar sem hann hefur spilað 10 af 11 leikjum liðsins til þessa og byrjað þá alla.
Í þeim leikjum í sumar sem Svavar hefur tekið þátt í hefur hann skorað 1 mark og lagt þó nokkur upp til viðbótar.
Alls á Svavar 46 meistaraflokks mótsleiki á vegum KSÍ fyrir Njarðvík, frá því að hann gekk upp úr yngri flokkum félagsins.
Það er því mikið gleðiefni að Svavar Örn hafi framlengt samningi sínum við Njarðvík og að við fáum að njóta krafta hans næstu árin.
Knattspyrnudeildin óskar Svavari til hamingju með nýja samninginn!