Svavar kveður Njarðvík!
Svavar Örn Þórðarsson hefur ákveðið að leita á ný mið, og mun yfirgefa Njarðvíkurliðið.
Svavar er uppalinn Njarðvíkingur sem á að baki 52 meistaraflokksleiki fyrir félagið eftir að hafa komið upp úr yngri flokkum félagsins.
16 meistaraflokksleikjanna komu á liðinni leiktíð í Lengjudeildinni.
Knattspyrnudeildin vill koma þökkum til Svavars fyrir framlag sitt til félagsins frá unga aldri, óskum honum góðs gengis í næstu verkefnum og við hlökkum til að sjá hann á JBÓ vellinum næsta sumar.
Áfram Njarðvík!