Tæpt stóð það gegn KRPrenta

Körfubolti

Strax í fyrstu umferð Domino´s-deildarinnar var stórleikur í DHL-Höllinni þegar karlalið Njarðvíkur opnaði leiktíðina gegn Íslands- og bikarmeisturum KR. Okkar menn í grænu sýndu á köflum virkilega góða spretti en KR hafði að lokum nauman 87-79 sigur. Terrell Vinson var atkvæðamestur í Njarðvíkurliðinu með 32 stig og 12 fráköst.

Vissulega hefðum við getað haldið betur á spilunum á lokaspretti leiksins en svo fór sem fór og stórir dómar sem máttu falla okkar megin gerðu það ekki. Logi Gunnarsson lauk leik með 18 stig og setti nokkrar gríðarlega mikilvægar stemmningskörfur á járnatímabilum í leiknum. Þá var baráttan í Snjólfi sem fyrr til fyrirmyndar og Ragnar Helgi Friðriksson skilaði 7 stigum, 6 fráköstum og 6 stoðsendingum.

Tölfræði leiksins

Næsti leikur er gegn Þór Þorlákshöfn í Icelandic Glacial Höllinni en leikurinn fer fram þann 12. október næstkomandi og hefst kl. 19:15.

Mynd/ Karfan.is – Terrell Vinson var öflugur gegn KR í gær.

oKhJwvPpHondaLogo