Tap á Akureyri í hörkuleikPrenta

Fótbolti

Njarðvík tapaði 2 – 1 fyrir Þór Akureyri á Þórsvelli í kvöld. Þrátt fyrir tap geta Njarðvíkingar verið sáttir með leikinn þvi heimamenn þurftu svo sannalega að hafa fyrir þessum sigri. Þórsarar voru fyrr til að skora í kvöld og það á 6 mín en stuttu áður sluppu þeir fyrir horn eftir harða hríð að marki þeirra. Njarðvíkingar voru ekki lengi að jafna leikinn en á 11 mín fór boltinn í netið af heimamanni eftir hornspyrnu. Leikurinn var fjörugur á blautum vellinum og liðin skiptust á að sækja og ógna marki án þess að ná að skora.

Heimamenn byrjuðu leikinn á marki á 46 mín, röð af röngum ákvörðunartökum bjuggu til aðdragandann að markinu. Þórsarar réðu gangi mála eftir markið enda braut það okkur niður og góðan tíma tók að ná áttum aftur. Smátt og smátt komust Njarðvík inní leikinn og liðin skiptust á að sækja það sem eftir var af leiknum. Nokkur efnileg færi sáust en ekkert sem kallast dauðafæri og leiknum lauk með sigri Þórs.

Eins og áður sagði þá meigum við vera ánægðir með framlag okkar í leiknum þó það hafi ekki nægt til að ná í stig, leikmenn voru að leggja sig fram og spila á köflum mjög vel gegn liði sem talið er eitt það sterkasta í Inkasso-deildinni. Næsti leikur okkar er gegn Þrótti R. á laugardaginn kl. 14:00 á Rafholtsvellinum.

Leikskýrslan Þór A. – Njarðvík 
Fótbolti.net – skýrslan
Fótbolti,net – viðtal við Rafn Markús

Myndirnar eru úr leiknum í kvöld