Ömurlegt tap í kvöldPrenta

Fótbolti

Fótbolti er ekki alltaf sanngjarn er oft sagt og það má segja það eftir leik okkur við Keflavík í kvöld á Netto-vellinum. Þessi leikur hafi verið góð skemmtun fyrir þá fjölmörgu sem mættu í kvöld, bauð uppá hraða, hörku og góða spilamennsku.

Það voru ekki mörg marktækifæri í leiknum í kvöld en nokkur hálffæri sem nýttust ekki. Spilamennska Njarðvíkurliðsins í kvöld var mjög góð og allir að leggja sig fram og heild yfir voru það við sem höfum yfirhöndina í leiknum. Það var súrt að fá á sig mark 90 mín leiksins eftir skot fyrir utan teig sem Brynjar Atli hélt ekki. En niðurstaðan 1 – 0 sigur Keflavíkinga.

Nú er mikilvægast fyrir leikmenn að komast yfir þennan leik og hafa það gott um Verslunarmannahelgina. Næsti leikur er á heimavelli gegn toppliði Fjölnis föstudaginn 9. ágúst,

Leikskýrslan Keflavík – Njarðvík
Fótbolti.net – skýrslan
Fótbolti.net – viðtalið við Rafn Markús