Ekki tókst okkur að sækja stig á Akureyri í dag þegar við heimsóttum Þórsara sem unnu örugglega 3 – 0. Fyrrihálfleikur hjá okkur var mjög vel leikinn en við náðum að halda í við þá á öllum sviðum ef frá eru taldar fyrstu mínóturnar. Bæði liðin fengu möguleika til að taka forystuna en markalaust var í hálfleik.
Heimamenn náðu forystunni á 51 mín og við markið náðu þeir undirtökunum og náðu að bæta við marki á 65 mín þegar boltinn breytti stefnu af leikmanni okkar og í markið. Þriðja markið kom á 80 mín. Þrátt fyrir yfirburði heimamanna voru Njarðvíkingar ekkert að gefast upp heldur var góð barátta í leikmönnum og Bergþór Ingi hefði átt að skora en skot hans fór í slánna.
Sigur Þórs var sanngjarn en við hefðum átt að sjá við tveimur af þessum þremur mörkum. Það var engin uppgjöf af okkar hálfu og eiga leikmenn hrós skilið sitt framlag en heimamenn voru einfaldlega sterkari í seinnihálfleik.
Næsti leikur okkar er fimmtudaginn 9. ágúst gegn Skagamönnum á Njarðtaksvellinum.
Leikskýrslan Þór A. – Njarðvík
Fótbolti.net – skýrslan
Fótbolti.net – viðtal við Rafn Markús
Myndirnar eru úr leiknum í kvöld