Tap á GrenivíkPrenta

Fótbolti

Njarðvíkingar komu stigalausir frá Grenivík líkt og þeir gerðu sl. sumar. Það var hart barist fyrir norðan og fyrrihálfleikur var jafn þar sem liðin börðust um yfirhöndina. Njarðvíkingar voru fyrr til að skora þegar Andri Fannar Freysson skoraði úr vítaspyrnu á 36 mín leiksins. Heimamenn náðu að jafna á 45 mín einnig úr vítaspyrnu.

Heimamenn byrjuðu seinnihálfleik af krafti en ekki verður sagt það sama um okkar lið, það var sem menn hefðu ekki mætt til leiks. Magnamenn náðu forystunni á 50 mín og bættu síðan bættu þeir við öðru marki á 69 mín eftir klaufskap hjá vörn okkar. Við markið færðist líf í okkar menn og á 76 mín minnkaði Andri Gíslason munin með flottu marki. Það sem eftir lifði af leiknum reyndum við hvað við gátum að jafna leikinn og sóttum stíft en heimamenn minntu reglulega á sig. En leiknum lauk með sigri Magna 3 – 2 sem verður að kallast sanngjörn úrslit þar sem þeir mættu vel stemmdir til seinnihálfleik og náðu að setja tvö mörk sem réðu úrslitum í dag.

Næsti leikur okkar er á fimmtudaginn kemur þegar Afturelding kemur í heimsókn.

Myndirnar eru úr leiknum á Grenivík

Leikskýrslan Magni – Njarðvík
Inkasso deildin – staðan
Fótbolti.net – skýrslan
Fótbolti.net – viðtal við Rafn Markús