Njarðvík heimsótti Magna á Grenivík í gærdag þar sem heimamenn báru sigurorð af okkur 2 – 1. Heimamenn náðu strax í byrjun að hamra á okkur og fengu dauðafæri strax í byrjun en okkur tókst að koma inní leikinn og byrja að ógna marki þeirra. Það var svo á 14 mín að Patrik Atlason skoraði eftir góðan undirbúning frá Theodór Guðna. Við fengum tvo þrjú svipuð upphlaup síðan sem hefði átt að skila okkur marki. Jöfnunarmark Magna kom síðan í ansi löngum uppbótartíma fyrrihálfleiks en með klaufalegu broti okkar var okkur refsað með vítaspyrnu.
Seinnihálfleikur var svipaður og sá fyrri liðin skiptust á að sækja og mikill barátta. Sigurmarkið kom á 86 mín en heimamenn höfðu verið aðgangs harðir áður en það kom. Við gerðum harða hríð á loka mínótunum og fengu þrjár hornspyrnur í röð í uppbótartímanum.
Þetta voru slæm úrslit fyrir okkur og ljóst að við verðum að leggja okkur alla fram í þeim leikjum sem eru framundan. Næsti leikur okkar er á laugardaginn þegar Sindri kemur í heimsókn.
Myndirnar eru úr leiknum í gær