Ekki tókst okkur að landa sigri þegar við heimsóttum KF i dag, en norðanmenn náðu að landa sínum fyrsta sigri í sumar. Það var með ólíkindum að við skildum ekki ná að setja á þá mark í dag eftir ótal möguleika fyrir framan markið í báðum hálfleikjum. En heimamenn náðu forystunni á 15 mín þegar boltinn fór í markið af okkar manni, sjálfsmark. Og á 39 mín misstu þeir leikmann útaf með beint rautt eftir að hann hafði slegið okkar leikmann.
Seinnihálfleikur var nánast ein sóknarlota og Ómar þurfti ekki að verja neinn bolta. Við áttum að og eigum að vera með leikmenn sem eiga gera miklu betur en sama hvað menn reyndu allt endaði fyrir aftan mark eða vörnin tókst að koma í veg fyrir ógnina. Við misstum Brynjar Frey útaf með sitt seinna gula spjald eftir klaufalegt brot.
Þetta var fjórði tapleikurinn í röð hjá okkur og ljóst að við verðum allir að taka okkur saman í andlitinu og fara að spila eins og við gerðum í upphafi móts, framundan er öll seinni umferðin. Við eigum alveg að geta það.
Næsti leikur er á laugardaginn kemur gegn Vestra á heimavelli og þar með er fyrri umferð lokið.
Myndin er úr leiknum gegn KF, því miður ekki fleiri myndir þar sem gæðin á myndum ekki það mikill.