Tap eftir rokleik og fall um deildPrenta

Fótbolti

Það voru alls ekki góðar aðstæður í dag á Rafholtsvellinum til að bjóða uppá góðan fótbolta, mjög hvasst og stóð á annað markið. Staða Njarðvíkinga fyrir leikinn var ansi vonlaus í sjálfu sér en við hefðum þurft að treyst á að öll önnur úrslit sem skiptu máli færu sem best fyrir okkur, sem það gerði ekki í dag. Það gekk ekki og við okkur blasir neðasta sætið í deildinni.

Liðið verður ekki sakað um að hafa ekki lagt sig í þennan leik og náðu fínum leik gegn sterkum vindi í fyrrihálfleik og voru fyrr að skora. Mark okkar kom á 32 mín þegar Atli Geir Gunnarsson kom boltanum í netið. Smá einbeitningaleysi kostaði það að Grótta náði að jafna mínótiu síðar.

Seinnihálfleikur var eins og sá fyrri og vindurinn sá sami. Grótta náði forystunni á 59 mín eftir aukaspyrnu fyrir markið var boltanum skalla í slánna og þeir svo fyrr í að skalla hann í markið. Njarðvíkingar reyndu hvað þeir gátu að búa til sóknarlotur undan vindinum en það gekk illa, þó sköpuðst nokkir góðir möguleikar en ekkert gekk. Leiknum lauk því með sigri Gróttu 1 – 2.

Það verður svo sem ekkert sagt meira um þennan leik, niðurstaðan komin. Við eigum einn leik eftir næsta laugardag gegn Víking Ól. í Ólafsvík

Myndirnar eru úr leiknum í dag

Leikskýrslan Njarðvík – Grótta
Fótbolti.net – skýrslan
Fótbolti,net – viðtal við Rafn Markús