Ekki tókst okkur að leggja Gróttu að velli í næst síðasta leik okkar í riðlakeppni Lengjubikarsins. Gestirnir sigruðu 2 – 4 sem segir ekki allt um gang mála í leiknum. Gestirnir fengu óska byrjun þegar þeir komu boltanum í netið strax eftir 3 mín leik, klaufalegt að fá þetta mark á okkur. Leikurinn sem var frá upphafi mikill baráttuleikur, við vorum á köflum að leika mjög vel gegn grimmum Gróttumönnum. Seinna markið kom á 33 mín, við hefðum geta gert betur til að verjast í því marki. Theodór Guðni minnkaði munin á 42 mín en hann fylgdi eftir stangarskoti sínu af harðfylgi. Staðan 1 – 2 í hálfleik.
Njarðvíkingar voru fljótir að ná undirtökum í leiknum strax í byrjun seinnihálfleiks og voru að spila mjög vel á köflum. Stefán Birgir náði síðan að jafna leikinn á 66 mín með góðu skoti úr aukaspyrnu. Við markið náðum við að pressa þá vel og það var því þvert á gang leiksins þegar gestirnir náðu að komast yfir á 74 mín. Njarðvikingar gerðu allt hvað þeir gátu að jafna á ný en gestirnir náðu að gera sitt fjórða mark á 93 mín.
Þessi leikur er hálfgerð vonbrigði fyrir okkur því við vorum að leika á köflum mjög vel og stjórnuðum honum en óhætt að segja við áttum að gera betur í varnarleiknum i öllum mörkum þeirra. Lokaleikurinn í riðlakeppninni er á laugardaginn kemur þegar við leikum við Reyni Sandgerði í Reykjaneshöll.
Leikskýrslan Njarðvík – Grótta
Mynd/ Stefán Birgir og Theodór Guðni gerðu mörk okkar í kvöld