Tap gegn Fram í lokaleiknumPrenta

Fótbolti

Njarðvik tapaði 2 – 1 gegn Fram í lokaleiknum í Lengjubikarnum í Egilshöll í kvöld. Njarðvíkingar byrjuðu leikinn með látum og strax á 2 mín skorðaði Theodór Guðni Halldórsson. Framarar náðu að koma sér inní leikinn fljótlega eftir markið og náðu að jafna á 22 mín. Eftir það jafnaðist leikurinn og engin umtalsverð færi litu ljós.

Njarðvíkingar komu ákveðnir til leiks í seinnihálfleik og náðu oft að skapa hættu við mark Framara. Það var síðan gegn gangi leiksins að heimamenn náðu skyndiupphlaupi á 80 mín og náðu að setja á sigurmarkið. Eftir markið sóttu Njarðvíkingar var nánast einstefna á mark Fram og nokkru sinnum skall hurð nærri hælum.

Þar með lauk þátttöku okkar í Lengjubikarnum í ár og segja má þriðja hlutanum af undirbúningstímabilinu,Við getum verið sáttir við okkar leiki í þessari riðlakeppni en með smá heppni hefum við getað náð ofar í röðinni.En þetta sýnir okkur að við getum staðið í þessum liðum sem eru með okkur í Inkasso deildinni í sumar.

Næst á dagskrá eru æfingar, æfingaleikir, æfingaferð til Hollands og Bikarkeppni KSÍ.

Leikskýrslan Fram – Njarðvík 

Staðan í A riðli Lengjubikarsins 

Mynd/ Theodór Guðni markaskorari kvöldsins, þreyttur eftir öll hlaupin