Tap gegn Grindavík í æfingaleikPrenta

Fótbolti

Njarðvík tapaði 1 – 2 fyrir Grindavík í æfingaleik í Reykjaneshöll í kvöld. Njarðvík var yfir 1 – 0 eftir fyrrihálfleik með marki Atla Freys Ottesen. Grindavíkingar náðu að jafna fljótlega í seinnihálfleik. Sigurmarkið kom úr skyndiupphlaupi rétt eftir að við fengum dauðafæri til að skora. Njarðvíkingar komu nokkru sinnum nálægt því að jafna leikinn en það átti ekki eftir að takast.

Þessi leikur var ágætis skemmtun, mikill hraði í leiknum og jafnvel sá besti hjá Njarðvíkingum í vetur gegn sterku liði. Næsti leikur okkar er á laugardaginn kemur þegar við leikum við Þrótt Vogum um þriðja sætið í Fótbolta.net mótinu á Fylkisvelli.

Byrjunarlið Njarðvík í leiknum; Rúnar Gissuarason (m), Arnar Helgi Magnússon, Marc McAusland, Alexander Magnússon, Stefán Birgir Jóhannesson, Ari Már Andrésson, Bergþór Ingi Smárason, Atli Freyr Ottesen, Kenneth Hogg,

Varamenn; Daði Fannar Reynhardsson (m), Brynjar Freyr Garðason, Hlynur Magnússon, Þórir Ólafsson, Matthías Arnarsson, Jón Tómas Rúnarsson.

Mynd/ Atli Ottesen markarskorari kvöldsins