Tap gegn ÍR í BorgunarbikarnumPrenta

UMFN

Njarðvík var slegið út úr Borgunarbikarnum af ÍR í Reykjaneshöll í dag. Gestirnir byrjuðu leikinn af krafti og náðu að setja á okkur mark strax á 9 mín. Fátt var um markfæri í fyrrhálfleik en ÍR ingar voru sterkari og náðu að bæta við marki á 36 mín.

Í seinnihálfleik náðu Njarðvíkingar betri tökum á leiknum og fengu nokkra góða möguleika á að minnka munin en tókst ekki, Niðurstaðan 0 – 2 tap á heimavelli í 2. umferð Borgunarbikarsins.

Næsti leikur er á þriðjudagskvöldið gegn Víði á Njarðtaksvellinum kl. 19:00 en það er úrslitaleikur B deildar Lengjubikarsins.

Myndin er úr leik liðanna á sl. sumari

Leikskýrslan Njarðvík – ÍR