Tap gegn ÍslandsmeisturunumPrenta

Fótbolti

Njarðvík tapaði 3 – 0 fyrir Val þegar liðin mættust í Lengjubikarnum í kvöld. Þetta var fyrsti leikur beggja liða í A riðli mótsins. Það var svalt í veðri og völlurinn sleipur en samt merkilega gott veður til að spila fótbolta. Valsmenn voru eðlilega meira með boltann en upplag okkar var að verjast. Valsmenn fengu engin sérstök færi í fyrrihálfleik, vörn okkar sá við þeim.

Í seinnihálfleik reyndu heimamenn að brjóta á bak aftur vörn okkar og gerðu oft harða atlögur en vörnin hélt. Það var svo á 73 mín fyrsta mark leiksins kom og á 81 mín kom annað markið. Valsmenn náðu að bæta við sínu þriðja úr vítaspyrnu á 89 mín.

Sigur Valsmanna var sanngjarn enda með vel mannað lið. Okkar menn eiga skilið hrós fyrir sína frammistöðu í kvöld sérstaklega í varnarleiknum. Með þessu tapi lauk taplausu tímabili hjá okkur eða síðan í lok júní í fyrra en liðið hefur ekki tapað leik síðan þá. Í kvöld léku þrír leikmenn sinn fyrsta mótsleik með Njarðvík þeir Elís Már Gunnarsson, Elvar Óli Einarsson og Unnar Már Unnarsson.

Það er stutt í næsta leik í Lengjubikarnum en á fimmtudaginn kemur leikum við við Skagamenn í Reykjaneshöll kl. 18:40.

Hvað sagði Rafn þjálfari um leikinn.
Við lögðum leikinn upp með að vera þéttir og vel skipulagðir. Það gekk upp fram á 70. mínútu þegar Valsmenn sem stilltu upp sterku liði í kvöld náðu að skora. Þetta var fyrsti leikurinn okkar fyrir utan Reykjaneshöllina og stóðu strákarnir sig vel við ólíkar aðstæður en við eigum að venjast í Reykjaneshöllinni. Með smá heppni í kvöld hefðum við getað skorað, bæði komist yfir eftir gott færi frá Neil eða jafnað þegar bjargað var á línu frá Birki. Klárlega leikur sem hætt er að byggja á.

Leikskýrslan Valur – Njarðvík

Lengjubikarinn A deild Riðill1

Mynd/ Nýliðarnir Elís Már, Unnar Már og Elvar Óli.