Tap gegn Þór A, sigurmarkið í blálokinPrenta

Fótbolti

Njarðvíkingar töpuðu 0 – 1 fyrir Þór Akureyri í Inkasso-deildinni í dag og kom mark þeirra á 94 mín. Leikurinn í dag var baráttuleikur en gestirnir voru aðgangsharðir en vörn Njarðvíkinga náði að halda aftur af þeim með Robert Blakala markvörð fyrir aftan sig. Fátt var um færi og engin dauðafæri og staðan 0 – 0 í hálfleik.

Sama var uppi í seinnihálfleik Þórsarar voru meira með boltann og Njarðvíkingar vörðust. Aðstæðurnar í dag voru ekki þær bestu, það kólnaði og hvessi um það bil sem leikurinn hófst og hafði það sín áhrif. Það var ekki fyrr en á 94 mín sem eina markið kom og réði úrslitum því Njarðvíkingar tóku miðjunna og leikurinn var flautaður af.

Leikurinn var svo sem ágætlega leikinn af báðum liðum og leikmenn voru að leggja sig fram. Ekki voru allir hressir með að dómarinn hafi ekki verið búin að flauta leikinn af en svona er þetta og við verðum að taka því. Okkar menn voru ekki alveg að ná sínu besta  leik í dag.

Næsti leikur okkar er á föstudaginn þegar við heimsækjum Skagamenn.

Leikskýrslan Njarðvík – Þór A

Skýrslan – Fótbolti.net

Staðan í Inkasso-deildinni

Myndirnar eru úr leiknum í dag