Tap gegn ÞórPrenta

Fótbolti

Njarðvík náði ekki að fylgja eftir góðum sigri í fyrstu umferð Innkasso- deildarinnar í síðustu viku, þegar þeir tóku á móti Þór frá Akureyri í norðan strekkings vindi, á Njarðvíkurvellinum í dag. Þórsarar unnu nokkuð þægilegan sigur 2-0,

Okkar menn voru kannski aðeins meira með boltan í fyrrihálfleik, án þess að stjórna leiknum. Þór náði forystu skömmu fyrri hálfleik, svona nánast uppúr þurru og heimamenn slengnir svolítið útaf laginu. Að fá á sig sjálfsmark mínútu síðar var ekki það sem menn óskuðu sér og Þór var því með tveggja marka foristu í hálfleik.

Síðari hálfleikur var afar bragðdaufur og Þórsarar höfðu fullkomna stjórn á því að halda fengnum hlut og hleyptu Njarðvíkingum aldrei á skrið til þess að ógna marki sínu, ásamt því að eiga nokkrar hættulegar sóknarlotur. Einu ógnanir Njarðvíkur komu í raun í uppbótartíma, langskot og nokkrar hornspyrnur sem ekkert varð úr.

Leikurinn fer seint fer í sögubækurnar fyrir opin og fjörugan leik. Liðin voru samt að leika ágætlega á milli sín á köflum en erfiðlega gekk að skapa opin færi.

Það er útileikur næst og við ferðumst í höfuðborgina í leik gegn Leikni í Breiðholtinu á föstudagskvöldið.

Myndir eru úr leiknum í dag.

Leikskýrslan Njarðvík – Þór
Fótbolti.net – skýrslan
Fótbolti.net – viðtal við Rafn Markús