Víkingur Ólafsvík sigraði Njarðvik 2 – 4 í Fótbolta.net mótinu í kvöld. Víkingar byrjuðu leikinn með því að setja á okkur mark á fyrstu mínótum leiksins eftir misskilning í vörn okkar. Theodór Guðni náði að jafna eftir um 20 mín leik. Ólsarar komust yfir aftur fljótlega og þannig stóðu leikar í hálfleik. Leikurinn var baráttuleikur frá upphafi til enda og var oft hart barist. Theodór Guðni náði aftur að jafna leikinn fljótlega með laglegu marki. Víkingar náðu svo að setja tvö mörk á okkur með stuttu millibili, mörk sem við áttum að geta komið í veg fyrir. Þá misnotuðu þeir einnig vítaspyrnu. En sigur Víkinga full stór miðað við gang leiksins. Það voru fínir sprettir í þessum leik hjá okkar mönnum og allt í áttina. Byrjunarlið Njarðvik; Aron Elís Árnason (m), Brynjar Freyr Garðarsson, Ari Már Andrésson, Styrmir Gauti Fjeldsted, Davíð Guðlaugsson, Birkir Freyr Birkisson, Þorgils Gauti Halldórsson, Sigfús Pálsson, Arnór Svansson, Scott Mitchell, Theodór Guðni Halldórsson. Varamenn; Stefán Guðberg Sigurjónsson (m), , Ívar Gauti Guðlaugsson, Fannar Guðni Logason, Óðinn Jóhannsson.