Tap heima gegn SindraPrenta

Fótbolti

Eitt núll tap gegn Sindra á heimvelli í dag. Sigurmark gestanna kom á 65 mín eftir hraðaupphlaup. Það er óhætt að segja að við vorum ekki að sýna mikið í seinnihálfleik en vorum mun skárri í þeim fyrri og vorum að fá þá færi sem áttu að skila okkur marki eða mörkum en ekkert kom. Sindarmenn áttu líka sín færi og hefðu geta skorað í fyrrihálfleik líka.

Okkur gekk ekkert að koma okkur í gang í seinnihálfleik en það var þó ekki fyrr en staðan var orðin 0 – 1 að við náðum að ógna þeim upp við markið. Það var barist alveg fram á síðustu mínótu en við urðum við að játa okkur sigraða í dag.

Eftir þetta tap stöndum við nánast í stað á töflunni og liðin fyrir neðan okkur hafa möguleika í að narta í hælanna á okkur ef við förum ekki að ná inn stigi eða stigum. Vandamálið er okkar og við verðum allir að leita að lausninni í sameiningu. Næsti leikur okkar er eftir viku gegn Aftureldingu inní Mosfellsbæ.

Leikskýrslan Njarðvík – Sindri 

Myndirnar eru úr leiknum í dag

IMG_6154

IMG_6170

IMG_6158